Ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir fiskveiðiárið 2024/2025

7. júní 2024

Ástand og ráðgjöf

  • 19 stofnar / tegundir
    • Flestir starfsmenn stofnunarinnar koma að undirbúningi ráðgjafarinnar
    • Sýnataka úr afla
    • Stofnmælingar
    • Aldursgreiningar og innsláttur
    • Gagnagreining og tölfræðiúrvinnsla

Heimasíða Hafrannsóknastofnunar

www.hafogvatn.is/is/veidiradgjof/

Ráðgjafarskjöl og tækniskýrslur

Ráðgjafarskjöl:

  • Stöðluð uppsetning
  • Ráðgjöf
  • Stofnþróun
  • Stofnmat
  • Horfur
  • Gæði stofnmats
  • Ráðgjafarsaga

Tækniskýrslur:

  • Ítarlegri samantekt um veiðar, gagnasöfnun, vísitölur og stofnmat

Ráðgjöf 2024/2025

Þorskur

Ráðgjöf 2024/2025

213 214

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

211 309

tonn

Breyting á ráðgjöf

1 %

  • Stofnstærð þorsks er í jafnvægi eftir mikla hækkun vegna samdráttar í sókn frá 2000

  • Viðmiðunarstofn 2024 er metinn 1 076 þús. tonn en var metinn 1 069 þús. tonn 2023 (+0.6 %)

  • 2020 árgangurinn er yfir meðaltali áranna frá 1990 á meðan 2021 er undir

Þorskur - forsendur ráðgjafar

flowchart TD
  A[Aflagögn] --> B(Stofnmat)
  C[Stofnmælingar]-->B 
  B --> F["Viðmiðunarstofn (B<sub>4+</sub>): 1 075 599 t"]
  F --> D["Aflaregla: (0.2 x B<sub>4+,2024</sub> + TAC<sub>2023/2024</sub>)/2"]
  E["Aflamark seinasta árs: 211 309 t"] --> D
  D-->G["Aflamark skv. aflareglu: 213 214 t"]

  • Aukning um 1 %
  • Án sveiflujöfnunar væri aflamarkið 215 120 t (2 %)

Þorskur - Stofnvísitölur og samanburður við stofnmat

Þorskur - samræmi milli ára

  • Samræmi við stofnmat undangenginna ára er talið gott
  • Viðmiðunarstofn er nú metinn stærri fyrir nokkur ár aftur í tímann
    • Meira mældist í haustralli 2022 og 2023 en árin þar á undan
    • Vísbendingar um göngur frá Grænlandi

Þorskur - Stofnþyngdir og magainnihald

  • Árgangarnir frá 2018 til 2021 virðast vaxa heldur hægar en árgangarnir þar á undan
  • Meðalþyngdir 4 til 6 ára þorsks vorralli eru nú með því lægsta sem hefur mælst.
  • Lítið sást af loðnu í mögum í seinasta vorralli, á sama tíma var matið á hrygningarstofni loðnu lágt og loðnan kom seint á hrygningarslóð
  • Líklegt má því telja að hluta þessarar lækkunar sé tilkomin vegna minni loðnu í ár en árin á undan

Þorskur - Horfur

  • Helstu frávik frá meðalástandi eru árgangarnir frá 2019, sem er yfir meðallagi, og 2016 og 2018 sem eru undir
  • 2021 árgangurinn er sá minnsti í fimm ár
  • Fyrsta mat á 2022 er lítið eitt hærra og 2023 er við meðaltal
  • Gerum því ráð fyrir að stofnstærðin fari því hægt minnkandi á næstu tveimur árum

Ýsa

Ráðgjöf 2024/2025

76 774

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

76 415

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Stórir árgangar (2019 - 2021) eru byrjaðir að ganga inn í viðmiðunarstofninn
  • Viðmiðunarstofn hefur vaxið umtalsvert en ekki er búist við mikilli aukningu á komandi árum
  • Fyrsta mat á 2023 árganginum gefur til kynna að hann sé við faldmeðaltal
  • Endurskoðun aflareglu og stofnmatsaðferð á næsta ári

Ufsi

Ráðgjöf 2024/2025

66 705

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

66 533

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Tæplega helmingur af aflaheimildum núverandi fiskveiðiárs hafa verið nýttar
  • Samaburður á stofnmati seinustu ára gefur til kynna að stofninn hafði verið ofmetinn
  • Áætlað er að endurskoða aflareglu og stofnmatsaðferð fyrir ufsa fyrir næsta fiskveiðiár

Gullkarfi

Ráðgjöf 2024/2025

46 911

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

41 286

tonn

Breyting á ráðgjöf

14 %

  • Ráðgjöf hækkar vegna þess að stofnstærð er metin stærri v. aukningar í haustralli 2023 og afli 2023 var lægri en gert var ráð fyrir
  • Árgangar 2000-2007 uppistaða afla árið 2023 og árgangar frá 2009 eru metnir slakir
  • Hlutur Íslands skv. samkomulagi við Grænland 89 %

Grálúða

Ráðgjöf 2024/2025

17 890

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

19 703

tonn

Breyting á ráðgjöf

-9 %

  • Ráðgjöf lækkar þar sem stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum
  • Vísbendingar um góða nýliðun
  • Ráðgjöf seinasta í fyrra var lækkuð vegna endurmats á viðmiðunarpunktum
  • Skv. samkomulagi við Grænland fær Ísland 56.4 % af heildaraflamarki

Sumargotssíld

Ráðgjöf 2024/2025

81 367

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

92 633

tonn

Breyting á ráðgjöf

-12 %

  • Ný aflaregla tekur gildi næsta fiskveiðiár sem byggir á 19 % af viðmiðunarstofni í stað 15 % áður
  • Ráðgjöfin lækkar þó vegna þess að viðmiðunarstofninn er metinn minni
  • Óvissa í stofnmælingum í fyrra þar sem lítið af síld fannst fyrir austan land

Djúpkarfi

Ráðgjöf 2024/2025

0

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

- %

  • Viðvarandi nýliðunarbrestur
  • Stofnstærð metin undir varúðarmörkum
  • Gera má ráð fyrir sömu ráðgjöf um fyrirsjáanlega framtíð
  • Afli á yfirstandandi fiskveiðiári er um 1300 t

Djúpkarfi - nýliðun

  • Ástand djúp- og úthafskarfastofna við Ísland og Grænland er metið slæmt og nýliðun hjá þeim öllum hefur verið slæm
  • Það er vel þekkt að karfastofnar ganga í gegnum tímabil lítillar sem engrar nýliðunar
  • Karfar eru mjög langlífir og þannig aukast líkurnar á því að afkvæmi komist á legg
  • Sem dæmi má nefna að nýliðun karfastofna við Noreg var lítil um margra ára skeið en hefur síðan aukist aftur
    • Þar hefur verið ráðgjöf um engar beinar veiðar frá 1995 fyrir gullkarfa, en fyrir djúkpkarfa var sama upp á teningnum milli 1995 og 2013.

Ráðgjöf um aflamark

Stofn

Ráðgjöf 2024/2025

Ráðgjöf 2023/2024

% breyting á ráðgjöf

Aflamark 2023/2024

Afli 2022/2023

Þorskur**

213  214 t

211  309 t

1

211  309 t

219  803 t

Ýsa**

76  774 t

76  415 t

0

76  415 t

68  881 t

Ufsi**

66  705 t

66  533 t

0

66  533 t

45  837 t

Lýsa

1  571 t

1  309 t

20

1  252 t

Gullkarfi**

46  911 t

41  286 t

14

36  462 t

28  820 t

Langa

6  479 t

6  566 t

-1

6  566 t

8  437 t

Blálanga

307 t

259 t

19

259 t

487 t

Keila

5  914 t

5  139 t

15

5  139 t

3  060 t

Steinbítur

9  378 t

8  344 t

12

8  344 t

8  733 t

Tindaskata

818 t

822 t

0

287 t

Gulllax

12  273 t

10  920 t

12

12  080 t

5  430 t

Lúða

0 t

0 t

0 t

199 t

Grálúða**

17  890 t

19  703 t

-9

13  463 t

14  885 t

Skarkoli

7  878 t

7  830 t

1

7  830 t

7  264 t

Skrápflúra

81 t

Sumargotssíld**

81  367 t

92  633 t

-12

92  633 t

72  804 t

Djúpkarfi**

0 t

0 t

0 t

8  301 t

Beitukóngur

190 t

196 t

-3

268 t

Hörpudiskur

75 t

75 t

0

75 t

**Áður kynnt

Ráðgjöf um aflamark (annað hvert ár)

Stofn

Ráðgjöf 2024/2025

Ráðgjöf 2023/2024

% breyting á ráðgjöf

Aflamark 2023/2024

Afli 2022/2023

Hlýri

296 t

296 t

0

296 t

660 t

Skötuselur

188 t

188 t

0

188 t

186 t

Þykkvalúra

971 t

971 t

0

971 t

1  108 t

Langlúra

1  476 t

1  476 t

0

1  476 t

632 t

Stórkjafta

92 t

92 t

0

91 t

Sandkoli

361 t

361 t

0

361 t

744 t

Litli karfi

569 t

569 t

0

569 t

59 t

Skollakoppur

194 t

194 t

0

188 t

Aðrar upplýsingar

  • Nýjar tækniskýrslur fyrir skötu og hámeri koma út í ár til þess að gefa betri mynd af ástandi þessara tegunda
  • Skýrsla um prófanir á ráðgjafareglum fyrir innfjarðarækjustofna í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi kom út í byrjun árs
  • Ráðgjöf um aflamark fyrir sæbjúgu kemur út í upphafi næsta fiskveiðiárs að loknum leiðangri í ágúst
  • Ráðgjöf um aflamark í úthafsrækju verður gefið út að loknum stofnmælingaleiðangri í ágúst
  • Ráðgjöf um aflamark fyrir innfjarðarækju í Arnafirði og Ísafjarðardjúpi verður gefin út að loknum stofnmælingaleiðangri í september
  • Ráðgjöf fyrir deilistofna (makríl, síld og kolmunna) verður svo kynnt í haust.

Að lokum

  • Ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár almennt á svipuðu róli og fyrir yfirstandandi fiskveiðiár
  • Ástand þorsksstofnins er gott en lækkaðar meðalþyngdir geta, ef þróunin sem við sáum í vor heldur áfram, leitt til lækkaðrar ráðgjafar
  • Stofnmat ufsa hefur valdið okkur áhyggjum þar sem aflinn hefur verið undir ráðlögðu aflamarki í nokkur ár í röð. Því er áætlað er að endurskoða bæði aflareglu og stofnmat fyrir næsta ár
  • Það eru hins vegar enn blikur á lofti fyrir margar tegundir sökum lélegrar nýliðunar:
    • Þrátt fyrir aukningu í ráðlögðu aflamarki í gullkarfa má búast við að stofnstærð dragist saman vegna lélegrar nýliðunar
    • Stofnstærð djúpkarfa er kominn undir varúðarmörk vegna nýliðunarbrests, og ekki er búist við því stofnstærðin nái upp fyrir þau mörk á næstu árum jafnvel þó að mikil nýliðun mælist á næsta ári

Ráðgjöf 2024/2025

Langa

Ráðgjöf 2024/2025

6 479

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

6 566

tonn

Breyting á ráðgjöf

-1 %

  • Ný aflaregla sett 2021, byggð á varúðarnálgun og markmiði um hámarksafrakstur
  • Nýliðun var góð milli 2004 og 2011 en hefur minnkað
  • Fiskveiðidánartala farið lækkandi
  • Stofninn mun minnka á komandi árum vegna minni nýliðunar

Keila

Ráðgjöf 2024/2025

5 914

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

5 139

tonn

Breyting á ráðgjöf

15 %

  • Ný aflaregla sett 2022, byggð á varúðarnálgun og markmiði um hámarksafrakstur
  • Óvissa í aldursgögnum mikil
  • Veiðihlutfall nú metið fyrir neðan það sem stefnt er að í aflareglu (FMGT)

Skarkoli

Ráðgjöf 2024/2025

7 878

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

7 830

tonn

Breyting á ráðgjöf

1 %

  • Aflaregla sett 2021, byggð á varúðarnálgun og markmiði um hámarksafrakstur
  • Veiðidánartala hefur lækkað frá árinu 1997 og hefur frá árinu 2011 verið við/undir sett mark aflareglu (FMGT).
  • Nýliðun skarkola hefur verið stöðug frá árinu 1994.

Gulllax

Ráðgjöf 2024/2025

12 273

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

10 920

tonn

Breyting á ráðgjöf

12 %

  • Stofnmat byggt á aldurs-lengdarlíkani (Gadget)
  • Ráðgjöf fyrir yfirstandandi fiskveiðiárs leiðrétt vegna villu
  • Aflamark hefur ekki verið tekið
  • Mikil óvissa í stofnmati vegna sveiflukenndra vísitalna
  • Endurskoðun á grunni ráðgjafar áætluð á næsta ári

Steinbítur

Ráðgjöf 2024/2025

9 378

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

8 344

tonn

Breyting á ráðgjöf

12 %

  • Veiðidánartala hefur verið nálægt settu marki (FMGT) frá árinu 2013.
  • Nýliðun hefur verið lítil frá árinu 2006 miðað við tvo áratugi þar á undan.
  • Hrygningarstofninn minnkaði frá 2006–2013, en síðan hefur hann stækkað og er stór í sögulegu samhengi

Blálanga

Ráðgjöf 2024/2025

307

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

259

tonn

Breyting á ráðgjöf

19 %

  • Lífmassavísitala lækkað síðan 2009
  • Nýliðunarvísitala við sögulegt lágmark 2010-2016
  • Endurskoðun á grunni ráðgjafar áætluð á næsta ári

Lýsa

Ráðgjöf 2024/2025

1 571

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

1 309

tonn

Breyting á ráðgjöf

20 %

  • Lífmassavísitala fer hækkandi
  • Nýliðunarvísitala lág milli áranna 2009 – 2013 en er nú yfir meðaltali

Lúða

Ráðgjöf 2024/2025

0

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

- %

  • Vísitölur lækkuðu hratt á árunum 1985-1992 og hafa verið lágar síðan.
  • Landaður afli farið vaxandi sem og skráður afli
  • Litlar upplýsingar um stærð hrygningarstofns

Beitukóngur

Ráðgjöf 2024/2025

190

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

196

tonn

Breyting á ráðgjöf

-3 %

  • Stofnmat byggt á afraksturslíkani
  • Talsverð óvissa í stofnmatinu
  • Inntaksgögn: Heildarafli og staðlaður afli á sóknareiningu sem tekur tillit til skipa, mánaða og svæða.
  • Ráðgjöf gildir fyrir allan Breiðarfjörð

Tindaskata

Ráðgjöf 2024/2025

818

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

822

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Ráðgjöf um heildarafla byggð á afraksturlíkani
  • Inntaksgögn: stofnvísitölur úr SMB og landaður afli
  • Óvissa um heildarafla (brottkast)
  • Lifun þó talin góð

Hörpudiskur

Ráðgjöf 2024/2025

75

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

75

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

*Takmarkaðar veiðar í Breiðasundi og Hvammsfirði

*Leiðangur í sumar.

Skrápflúra

Ráðgjöf 2024/2025

0

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

0

tonn

Breyting á ráðgjöf

- %

  • Er fyrst og fremst meðafli
  • Lífmassavísitala verið stöðug undanfarin ár
  • Hafrannsóknastofnun mun ekki veita ráð um aflamark þar til annaðhvort afli eða ástand stofnsins breytist umtalsvert

Sandkoli

Ráðgjöf 2024/2025

361

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

361

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Vísitala verið lág undanfarin ár.
  • Aflamark gildir nú fyrir allt landið
  • Ráðgjöf gildir nú fyrir tvö ár í senn

Þykkvalúra

Ráðgjöf 2024/2025

971

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

971

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Lífmassavísitala sveiflukennd frá 2003 en hefur farið lækkandi
  • Nýliðunarvísitala hefur verið há frá 2021
  • Stofnstærð yfir aðgerðamörkum
  • Ráðgjöf gildir nú fyrir tvö ár í senn

Langlúra

Ráðgjöf 2024/2025

1 476

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

1 476

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Lífmassavísitala há síðan 2004 en sveiflukennd
  • Nýliðunarvísitala tekin að hækka frá sögulegu lágmarki síðan 2016
  • Ráðgjöf gildir nú fyrir tvö ár í senn

Stórkjafta

Ráðgjöf 2024/2025

92

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

92

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Stofninn mælist nú við sögulegt lágmark
  • Nýliðunarvísitala lækkað hratt frá 2012 og er vart mælanleg
  • Afli óx hratt frá 2004 en hefur minnkað frá 2016
  • Ráðgjöf gildir nú fyrir tvö ár í senn

Skötuselur

Ráðgjöf 2024/2025

188

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

188

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Lífmassavísitala lækkað síðan 2011
  • Nýliðunarvísitala há frá 2000 til 2008 en haldist lág síðan
  • Stofngerð óljós, endurheimtur frá Færeyjum og Hjaltlandseyjum
  • Ráðgjöf gildir nú fyrir tvö ár í senn

Litli karfi

Ráðgjöf 2024/2025

569

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

569

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Vísitala hækkað frá árinu 2000​
  • Afli undir 200 tonnum síðan 2016
  • Ráðgjöf gildir nú fyrir tvö ár í senn

Skollakoppur

Ráðgjöf 2024/2025

194

tonn

Ráðgjöf 2023/2024

194

tonn

Breyting á ráðgjöf

0 %

  • Staðlaður afli á sóknareiningu hefur vaxið
  • Ráðgjöf fyrir allan Breiðafjörð en kveðið á um nánari svæðaskiptingu
  • Afli hugsanlega að hluta önnur tegund en skollakoppur
  • Ráðgjöf gildir nú fyrir tvö ár í senn